Nokia Image Frame SU 7 - ÖRYGGISATRIÐI

background image

ÖRYGGISATRIÐI

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Brot á reglum kann að vera hættulegt og getur varðað
við lög. Nánari upplýsingar er að finna í handbókinni.

Ekki má tengja Nokia Image Frame við farsímakerfið þar sem notkun þráðlausra
síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.

TRUFLUN

Öll tæki geta orðið fyrir truflunum sem hafa áhrif á notagildi þeirra.

SLÖKKT SKAL Á TÆKINU Á SJÚKRASTOFNUNUM

Fylgja ber öllum settum reglum. Ekki má tengja Nokia Image Frame við
farsímakerfið nálægt lækningabúnaði.

SLÖKKT SKAL Á TÆKINU ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ

Ekki má tengja Nokia Image Frame við farsímakerfið nærri eldsneytisdælu.
Notist ekki í námunda við eldsneyti eða sterk efni.

SLÖKKVA SKAL Á TÆKINU ÞAR SEM VERIÐ ER AÐ SPRENGJA

Ekki má tengja Nokia Image Frame við farsímakerfið þar sem verið er að
sprengja. Virða skal takmarkanir og fara að settum reglum.

NOTIST AF SKYNSEMI

Notist aðeins í hefðbundinni stöðu. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið.

VIÐURKENND ÞJÓNUSTA

Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við Nokia Image Frame.

background image

ÖR

YGGISAT

R

IÐI

5

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI

Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega,
einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.

ÖRYGGISAFRIT

Brýnt er að búa til öryggisafrit af öllum mikilvægum gögnum.

VATNSHELDNI

Nokia Image Frame er ekki vatnsheldur. Halda skal tækinu þurru.

MIKILVÆGT:

Aðeins má nota hleðslutæki þar sem þurrt er. Aldrei skal tengja straum við tækið
með hleðslutæki þegar tækið eða hleðslutækið eða hlutar þeirra eru rakir eða
blautir. Hafi tækið lent í saltvatni skal þurrka það strax með klúti vættum
ferskvatni til að hindra tæringu. Síðan skal þurrka tækið varlega.

Ekki má beina innrauðum geisla að augum eða láta hann trufla önnur innrauð
tæki. Þetta tæki er leysitæki í flokki 1 (Class 1 Laser Product).

■ Sérþjónusta

Nokia Image Frame, sem lýst er í handbókinni, er samþykktur til notkunar á EGSM 900 og
GSM1800 netum.

Nokkrir eiginleikanna sem lýst er í þessari handbók eru kallaðir símkerfisþjónusta. Þetta er
sérstök þjónusta sem hægt er að panta hjá þjónustuveitu. Slíka þjónustu er aðeins hægt að
nýta sér að fenginni áskrift hjá þjónustuveitu á staðnum sem einnig veitir upplýsingar um
notkun hennar.

Til athugunar: Sum símkerfi styðja ekki alla séríslenska bókstafi og/eða þjónustu.

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

6