Nokia Image Frame SU 7 - 1. Yfirlit

background image

1. Yfirlit

Nokia Image Frame er gerður úr eftirtöldum hlutum:

1. Skjár

2. Innrautt (IR) tengi

3. Stjórntakkar

4. Borðstandur

5. Tengi við hleðslutæki

6. Bakhlið

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

10

Hægt er að nota Nokia Image Frame með stjórntökkunum ofan á tækinu.
Stjórntakkarnir eru:

1. Straumrofi

2. Sýningar-/birtutakki

3. Snúningstakki

4. Þriggja-stöðu takki:

• Skyggnuhamur

• Myndahamur

• Breytingahamur

5. Upp-takki

6. Niður-takki

7. Merkitakki

8. IrDA-takki

Hægt er að styðja á takkana á þrjá vegu. Það er gert sem hér segir:

Styðja snöggt - stutt er á takkann í minna en eina sekúndu

Styðja - stutt er á takkann í minnst eina sekúndu

Styðja og halda - stutt er á takkann og honum haldið inni í minnst þrjár

sekúndur

background image

Yfirlit

11

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

Vísar á skjánum

Þessi vísir sýnir að myndin hefur verið merkt til skoðunar.

Minnið í Nokia Image Frame er fullt, 50 myndir eru geymdar í Nokia
Image Frame. Ef minnið fyllist á meðan verið er að flytja myndir er
afgangnum af myndunum sleppt.

Nokia Image Frame snýr myndinni 90

o

réttsælis.

Nokia Image Frame skiptir í næstu mynd.

Nokia Image Frame skiptir í fyrri mynd.

Staðfesting á því að myndinni hafi verið eytt.

Þessi vísir blikkar á meðan reynt er að koma á IrDA-tengingu í Nokia
Image Frame. Þegar tengingin er komin á og Nokia Image Frame sendir
eða tekur við mynd verður vísirinn stöðugur.

Staðfestir að myndirnar hafi verið sendar eða mótteknar (móttökutækið
hefur staðfest móttöku myndanna).

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

12

Myndin er ekki studd í Nokia Image Frame. Hún er til dæmis, of stór eða
ekki með samhæfu sniði.

Villa varð við myndaflutninginn.

Þessi vísir blikkar þegar Nokia Image Frame sækir MMS-boð. Þegar
boðin hafa verið vistuð í Nokia Image Frame birtist vísirinn samfellt þar
til boðin eru skoðuð og þeim haldið eða eytt.

Nettenging er virk. Þegar tengingin er ekki virk er / merki yfir teiknið.

GPRS-þjónusta er tiltæk. Þegar þjónustan er ekki tiltæk er / merki yfir
teiknið.

Þessi vísir sýnir hversu margar myndir hafa verið merktar til
skoðunar og hversu margar myndir eru vistaðar samtals.
Hámarksfjöldi vistaðra mynda er 50.

Stöðuvísirinn birtist þegar Nokia Image Frame vinnur úr
mótteknum myndum.

background image

Hafist handa

13

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.