■ MMS-stillingar valdar
Ef MMS-stillingarnar eru til staðar í Nokia Image Frame er hægt að sleppa þessum
kafla nema óskað sé eftir að breyta MMS-stillingunum. Spyrja skal söluaðilann
hvort MMS-stillingarnar hafi þegar verið færðar inn. Ef stillingarnar eru ekki til
staðar og óskað er eftir því að fá myndir með MMS er hægt að færa inn MMS-
stillingarnar með OTA-skilaboðum eða SMS-skilaboðum eins og lýst er síðar.
Bent er á að mörg símafyrirtæki bjóða einnig OTA-þjónustu fyrir MMS-stillingar á
vefnum. Símafyrirtækið veitir upplýsingar um hvort þessi þjónusta er tiltæk.
Ef innfærsla stillinganna tekst birtist teiknið
í Nokia Image Frame. Ef
innfærsla stillinganna mistekst birtist teiknið
og þá þarf að senda
stillingarboðin aftur.