Nokia Image Frame SU 7 - Uppsetning Nokia Image Frame

background image

Uppsetning Nokia Image Frame

Viðvörun! Til að forðast skemmdir á SIM-kortinu skal ekki setja SIM-
kortið í, færa það eða fjarlægja ef straumgjafinn er tengdur við
veggtengil.

1. Ef hægt á að vera að taka á móti myndum með MMS, þarf að setja SIM-kort í

Nokia Image Frame.

1. Skjánum á Nokia Image Frame er snúið upp og bakhliðin er tekin af með því

að ýta henni niður að framan.

2. SIM-kortið er sett í SIM-kortafestinguna þannig að snertiflötur SIM-

kortsins snúi upp og skásetta hornið á kortinu sé hægra megin og snúi frá
notandanum.

3. Lokið er sett aftur á Nokia Image Frame.

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

14

2. Snúran úr hleðslutækinu er

tengd í innstunguna aftan á
Nokia Image Frame (1).

3. Hleðslutækið er tengt við

vegginnstungu.

4. Nokia Image Frame er sett á

borðið með stjórntakkana efst. Ef
flestar myndirnar snúa upp er
hægt að snúa tækinu þannig að
stjórntakkarnir séu hægra megin
við skjáinn.

Til athugunar: Öll tæki sem senda útvarpsbylgjur senda merki sem
geta valdið truflunum í raftækjum (tölvum, sjónvarpstækjum, o.s.frv.).
Til að forðast truflanir skal stilla Nokia Image Frame upp í nægilegri
fjarlægð frá öðrum tækjum.

Hægt er að snúa borðstandinum til að breyta stöðu Nokia Image Frame (2).