Nokia Image Frame SU 7 - MIKILVÆGAR ÖRYGGISUPPLÝSINGAR

background image

MIKILVÆGAR ÖRYGGISUPPLÝSINGAR

Aflgjafi

Straumbreytirinn ACW-5A fyrir Image Frame breytir heimilisspennu í
lágspennurakstraum (DC).

Til athugunar: Tengið fyrir straumbreytinn skal vera aðgengilegt og ekki má hylja það.
Straumbreytirinn er með einangrun í flokki 2.

Viðvörun: Hættuleg spenna. Ekki má reyna að opna lokið undir bakhliðinni.

Til athugunar: Straumbreytirinn er aðeins til notkunar innanhúss! Haldið honum frá vatni,
regni eða ryki.

Taka skal straumbreytinn úr sambandi ef tækið er ekki í notkun í langan tíma eða þegar
straumbreytirinn er ekki tengdur við tækið.

Vinnuumhverfi

Hafa ber í huga að farið sé að öllum sérstökum reglugerðum sem gilda á hverju svæði og að
rjúfa alltaf tengingu Nokia Image Frame við farsímakerfið þar sem notkun tækisins er
bönnuð, eða þar sem það kann að valda truflun eða hættu.

Nokia Image Frame notist aðeins í hefðbundinni stöðu.

Ekki má geyma kreditkort eða aðra segulmagnaða hluti með geymsluminni nálægt Nokia
Image Frame því upplýsingar sem þar eru geymdar gætu þurrkast út.

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

28

Rafeindatæki

Flest nýleg rafeindatæki eru varin fyrir útvarpsmerkjum (RF). Þó kunna sum rafeindatæki að
vera óvarin fyrir útvarpsmerkjum frá Nokia Image Frame.

Framleiðendur gangráða mæla með því að 20 sm (6 tommu) lágmarksbil sé haft á milli
þráðlauss handsíma og gangráðs til þess að komist sé hjá hugsanlegri truflun í gangráðinum.
Þessi tilmæli eru í samræmi við sjálfstæða rannsókn og tilmæli frá Wireless Technology
Research. Notendur gangráða:

skyldu alltaf halda Nokia Image Frame í meira en 20 sm (6 tommu) fjarlægð frá
gangráðinum þegar Nokia Image Frame er tengt farsímakerfinu;

Ef grunur leikur á að truflun sé að verða skal slökkva á Nokia Image Frame tafarlaust.

Heyrnartæki

Tilteknir stafrænir þráðlausir símar geta truflað tiltekin heyrnartæki. Komi til slíkrar
truflunar er ráðlegt að leita til þjónustuveitunnar.

Önnur lækningatæki

Notkun búnaðar sem sendir frá sér útvarpsbylgjur, þar með talin notkun Nokia Image Frame,
kann að trufla virkni lækningatækja sem ekki eru nægilega vel varin. Hafa skal samband við
lækni eða framleiðanda lækningatækisins til þess að komast að því hvort það sé nægilega vel
varið fyrir utanaðkomandi útvarpsbylgjum eða til að afla nánari upplýsinga. Aftengja skal
Nokia Image Frame farsímakerfinu í námunda við heilsugæslustöðvar ef auglýstar
reglugerðir þess efnis kveða á um að það sé gert. Sjúkrastofnanir eða heilsugæslustöðvar
kunna að nota búnað sem getur verið næmur fyrir utanaðkomandi útvarpsbylgjum.

Skilti

Aftengja skal Nokia Image Frame farsímakerfinu ef skilti segja til um það.

background image

MIKI

LV

Æ

GAR

ÖRYGGISUPPLÝSIN

G

A

R

29

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

Sprengifimt andrúmsloft

AAftengja skal Nokia Image Frame farsímakerfinu á svæðum þar sem hætta er á
sprengingum og fara að öllum tilmælum sem sjást á skiltum og leiðbeiningum. Neistaflug á
slíkum svæðum getur valdið sprengingu eða eldi og haft í för með sér slys og jafnvel
dauðsföll.

Notendum er ráðlagt að aftengja Nokia Image Frame farsímakerfinu við eldsneytisdælur
(á bensínstöðvum). Notendur eru minntir á að virða takmarkanir á notkun útvarpsbúnaðar í
eldsneytisgeymslum (svæðum þar sem geymsla og dreifing eldsneytis fer fram),
efnaverksmiðjum og þar sem verið er að sprengja.

Svæði þar sem sprengihætta er mikil eru oftast auðkennd en þó ekki alltaf. Sem dæmi má
nefna svæði undir þilfari á bátum; svæði þar sem sterk efni eru geymd eða búin til flutnings;
ökutæki sem nýta fljótandi svartolíugas (própan eða bútan); svæði þar sem í lofti eru efni
eða agnir, til dæmis korn, ryk eða málmduft; og öll þau svæði þar sem yfirleitt er mælst til
þess að menn slökkvi á bílvélinni.